Kvöldvaktarlogo
Aftur á heimasíðuOddur Birnir til liðs við Kvöldvaktina

Oddur Birnir til liðs við Kvöldvaktina

5/13/2025

Oddur Birnir Pétursson hefur gengið til liðs við Kvöldvaktina fyrir komandi tímabil. Hann er reynslumikill íþróttamaður og með mikið keppnisskap. Skrifaður var undir eins árs samingur með möguleika á að framlengja.

Yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari eru afar spenntir með þessi kaup, en hann kemur á frjálsri sölu frá Ármanni. Þetta hafði þjálfarinn að segja um hann á blaðamannafundi í gær:

"Oddur getur spilað allstaðar á vellinum, en ég hugsa að ég noti hann fram á við. Hann er markheppinn, þrjóskur og í fantaformi. Hann verður einn reynslumesti leikmaður liðsins og býst ég við að margir af okkar ungu leikmönnum geti lært mikið af honum".